Aukahlutir

Fáðu þau þægindi sem þig hefur alltaf dreymt um.
Þú getur bætt við þægindum í gamla eldhúsið þitt án þess að skipta um innréttingu. Við getum smíðað skúffur inn í gömlu skápana þína. Eins getum við uppfært gömlu innréttinguna þína með nýjum forstykkjum.

Hornskápur

Ertu í vandræðum með að nýta hornskápana vel.  Þú getur fengið sveflu í skápinn sem þú dregur alveg út og þar af leiðandi týnist ekkert innst í skápnum. Margar aðrar lausnir eru í boði.

Flokkunarkerfi

Framtíðin er flokkun og að hugsa um umhverfið.

Þú getur fengið flokkunarfötur í skápana hjá okkur.