Ferlið

Það er allur gangur á því hversu vel fólk er undirbúið. Ef þú vilt spara þér ferðir þá er best að vera vel undirbúinn fyrir fyrstu heimsókn.

Þú þarft að hafa með:

  • Mál á öllum veggjum rýmis,
  • Lofthæð,
  • Staðsetning lagna (bæði vatns- og rafmagnslagnir),
  • Staðsetning glugga og hurðaropa.

Næsta skref er að senda okkur tölvupóst á bjorninn@bjorninn.is eða hringja í okkur og panta tíma hjá okkur í verslun okkar að Tónahvarfi 3. Ræða við okkur um hugmyndir þínar og hvaða efni þér líst best á. Við förum svo saman yfir það hvað það er sem þú vilt gera og vinnum út frá því. Þumalputtareglan er að oftast er hægt að reikna með 6. vikna afhendingartíma. Þetta getur þó breyst, bæði eftir því hvaða efni er um að ræða, eins hvernig verkefnastaðan er hjá okkur og frídögum.
Ef þú vilta bara fá verðhugmynd, svona til að hafa einhverja hugmynd um hvað td. eldhús fyrir þig myndi kosta, þá er fljótlegast að koma með skissu af því sem þú ert að hugsa og fá verðtilboð í það. Ef þér líst vel á getum við farið yfir nánari útfærslur og annað. Það sama á við ef þú ert að fá verðtilboð frá fleiri stöðum. Þá mælum við alltaf með að hafa sömu hugmyndina/teikninguna sem allir gefa verið í. Svo tekur þú ákvörðun út frá því og getur gert breytingar í framhaldinu. Þannig ertu að fá verð í sama hlutinn hjá öllum.

Þegar innréttinging þín er tilbúin verður hringt í þig. Þú getur nálgast innréttinguna hjá okkur á verkstæði okkar. Einnig getum við látið senda þér innréttinguna með sendiferðabíl, sendinguna greiðir þú svo við móttöku.
Vanti þig aðstoða við að setja innréttinguna upp erum við með vana menn í uppsetningu. Fáðu verð í uppsetningu í verslun okkar.