Lökkun

Við getum framleitt þitt drauma eldhús á verkstæði okkar hér á Íslandi.
Allt sér hannað og sérsmíðað fyrir þig og þitt rými. Akkúrat eins og þú vilt hafa það.

Við erum alltaf með 30% gljástig á lakkinu hjá okkur og bjóðum ekki upp á háglans innréttingar. Komdu við í verslun okkar til að sjá lakkið og áferðina.

Hvíta lakkið okkar er hreinn hvítur litur, sem er mikill kostur. Hvíti liturinn heldur sér alveg og gulnar ekki með árunum. Þetta þýðir að þú getur lakkað einn front eftir nokkur ár ef þörf er á og það ætti ekki að sjást neinn litarmunur á þeim gamla og nýja.

Litir
Gulur, rauður, grænn og blár, svartur, hvítur, fjólublár... og svo margt margt fleira!
Þínar þarfir
Ertu litaglöð/-glaður? Ekkert mál! Við getum lakkað í þeim lit sem þú vilt. Jafnvel mörgum litum. Við getum lakkað innréttingarnar þínar í lit að þínu eigin vali. Komdu með litanúmerð, eða skoðaður litaspjald hjá okkur.