Fataskápar

Vantar þig nýja fataskápa? Eða er kominn tími á að endurnýja gömlu skápana?

Við sérsmíðum skápa hvort sem það er í barnaherbergið, hjónaherbergið, fataherbergið, forstofuna eða sumarbústaðinn

Við getum aðstoðað þig með að fá skápa sem passa inní þitt rými.

 

Viltu nýta plássið?

Er extra hátt til lofts? Við getum nýtt lofthæðina og smíðað skápa upp í loft ef þú vilt.
Ertu með gamla innbyggða skápa? Við getum smíðað skápa sem passa í plássið sem þú hefur.

Þú færð allt það pláss sem þú getur fengið.

Þín útfærsla fyrir þínar þarfir

Ert þú týpan sem vilt helst hengja öll fötin upp, eða viltu helst hafa allt í skúffum? Eða viltu blöndu af hvoru tveggja?

Kannski viltu bara standard lausn með hillum og slá. Við getum aðstoðað þig með lausnir í fataskápinn þinn.