Eldhús

Við getum framleitt þitt drauma eldhús á verkstæði okkar hér á Íslandi.
Allt sér hannað og sérsmíðað fyrir þig og þitt rými. Akkúrat eins og þú vilt hafa það.

Eldhúsið er hægt að tala um sem hjarta hússins. Það er samverustaður fölskyldunnar en jafnframt vinnusvæði. Því er mikilvægt að notkunargildi og hönnun fari vel saman.

Pláss fyrir allt

Ertu í vandræðum með að nýta skápana vel.  Þá getur þú bætt við skúffum, hvort sem er í nýju eða gömlu innréttinguna. Þú færð miklu betri nýtingu á skápnum, eins færðu betra skipulag.
Eru kryddin út um allt? Þú getur fengið þér krydd skúffu eða jafnvel kryddútdrag.

Þínar þarfir

Þarft þú að hafa tvo ofna, eða jafnvel þrjá?
Vilt þú hafa tvær uppþvottavélar? Eða viltu kannski bara fá uppþvottavélina í vinnuhæð?
Við getum smíðað það sem hentar þér.