Sérsmíði

Ert þú búinn að þræða verslandir eftir rétta sjónvarpsskenknum? Eða villtu eitthvað sérstakt sem enginn er með inní þitt rými? Þá gæti verið að við getum bjargað þér.

Skenkur

Það er mjög algengt að fólk kemur til okkar og byður okkur um að sérsmíða skenk eða sjónvarpsskáp fyrir sig. Ert þú með ákveðin mál, eða ákveðinn lit eða sérstaka hönnun sem þig dreymir um? Endilega ræddu við sölumenn okkar um hugmyndir þínar og við skulum athuga hvort við getum ekki hjálpað þér með að fá það sem þú vilt.

Hallandi þak?

Býrð þú undir súð? Langar þig að nýta plássið undir súðinni? Ekkert mál, við getum aðstoðað þig í að nýta plássið.